Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 11. maí 2020 20:30
Aksentije Milisic
Umboðsmaður Upamecano: Ólíklegt að hann fari í sumar
Mynd: Getty Images
Volker Struth, umboðsmaður Dayot Upamecano, segir að það sé ólíklegt að leikmaðurinn yfirgefi RB Leipzig fyrir háa fjárhæð í sumar vegna kórónu veirunnar og áhrifa hennar.

Þessi stóri og stæðilegi miðvörður hefur vakið athygli margra stórliða og þar má nefna Manchester United, Arsenal og Bayern Munchen. Arsenal reyndi að kaupa leikmanninn síðasta sumar en það gekk ekki eftir og því fékk félagið Pablo Mari til liðsins á láni.

„Ég held að stór félagsskipti mun ekki eiga sér stað í sumar," sagði Volker Struth.

„Upamecano er leikmaður sem mun fara á mikinn pening og því tel ég að það sé ólíklegt að hann fari frá Leipzig í sumar."

Klásúla er í samningi Upamecano en hann getur yfirgefið liðið fyrir 52 milljónir punda. Leipzig er talið vilja selja hann á þessu ári því annars á liðið í hættu á að missa hann frítt sumarið 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner