Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. júní 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Alli minnir mig á brasilískan fótboltamann"
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Roberto Carlos, sem varð Heimsmeistari með Brasilíu árið 2002 og lék 125 landsleiki fyrir þjóð sína, segir að Dele Alli, miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins, minni sig á brasilískan fótboltamann.

Fyrrum vinstri bakvörðurinn kveðst kunna virkilega vel við Alli sem leikmann.

„England er eitt af líklegustu liðunum til að vinna HM eins og Brasilía. Dele Alli er í uppáhaldi hjá mér, hann minnir mig á brasilískan leikmann," sagði Carlos við Mirror.

„Ég sá hann spila gegn Real Madrid og hann var mjög góður þar. Hann er hávaxinn og mjög góður fótboltamaður."

Alli og félagar í enska landsliðliðinu eru í riðli með Belgíu, Panama og Túnis. Á meðan er Brasilía með Serbíu, Sviss og Kosta Ríka.

Fyrsti leikur Englands er á mánudaginn í næstu viku gegn Túnis.
Athugasemdir
banner
banner
banner