Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   mán 11. júní 2018 20:26
Orri Rafn Sigurðarson
Freysi: Taka daginn frá - Þetta er rauður dagur
Icelandair
Freyr fer brosandi á koddan í kvöld
Freyr fer brosandi á koddan í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er flott fótboltalið með marga góða leikmenn sem eru að þroskast mjög hratt. Þetta var drulluerfitt en við kláruðum þetta með fagmennsku og gerðum það sem þurfti til og erum í toppsætinu," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari hás eftir öll öskrin af hliðarlínunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Slóvenía

Varnarmaðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörk Íslands í kvöld og tryggði sigurinn. Það er ekki oft sem hafsent skorar tvö mörk. „Hún gerði vel, hún fær sér bara ís og verðlaunar sjálfa sig."

Freyr gerði tvær breytingar í upphafi síðari hálfleiks sem virtust breyta flæðinu í leiknum þegar að Elín Metta og Sígríður Lára komu inn.

„Við vorum búin að ákveða þessar skiptingar fyrir leik að þær myndu koma inn á. En við vissum að við vildum enda leikinn með ekki slakara lið heldur en við myndum byrja á."

Stemminginn í kvöld var vægast sagt mögnuð og hefur undirritaður sjaldan séð jafn góða stemmingu á kvennaleik. Freyr var að sjálfsögðu ánægður og vill minna fólk á að 1. september er rauður dagur en þá mætum við einmitt Þýskalandi á Laugardalsvelli.

„Geðveikt! Tólfan á allt hrós í heiminum skilið og allt fólkið sem kom. Ég vissi ekkert hvað myndu mæta margir og þetta var mjög óþægilegt þannig séð. Geggjuð stemming, Tólfan bestir í heimi. Það er bara taka daginn frá þetta er rauður dagur í dagatalinu. Við erum að fara fylla þetta hérna, við eigum séns, við höfum unnið þær áður."
Athugasemdir
banner
banner