Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. júní 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud lá blóðugur eftir en verður klár í fyrsta leik
Giroud þurfti að fara af velli enda engin ástæða til að taka áhætta, sérstaklega þegar um höfuðmeiðsli er að ræða.
Giroud þurfti að fara af velli enda engin ástæða til að taka áhætta, sérstaklega þegar um höfuðmeiðsli er að ræða.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, býst við því að sóknarmaðurinn Olivier Giroud verði klár í fyrsta leik Frakka á HM gegn Ástralíu á laugardag.

Giroud, sem leikur með Chelsea, varð fyrir höfuðmeiðslum þegar hann skall höfuð í höfuð við varnarmann Bandaríkjanna, Matt Miazga, í vináttulandsleik í gær. Þess má geta að Miazga er líka samningsbundinn Chelsea.

Giroud lá blóðugur eftir og var honum skipt af velli fyrir Ousmane Dembele enda engin ástæða til að taka neinar áhættur, sérstaklega ekki þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Miazga fór líka af velli.

Þetta leit einstaklega illa út í gær en landsliðsþjálfarinn hefur trú á að Giroud verði klár á laugardag. „Giroud er með fallegan skurð upp á sex sentímetra en hann ætti að vera tilbúinn," sagði Deschamps við TF1.

Frakkland gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin, sem er ekki á meðal þáttökuþjóða á HM, í gær en Frakkar eru með Danmörku, Perú og Ástralíu í riðli á mótinu. Ef hann verður heill er líklegt að Giroud byrji leikinn við Ástralíu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner