Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. júní 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Hannes: Flestir sammála um að þetta er ekkert vesen í dag
Icelandair
Hannes tekur sendingu á æfingu.
Hannes tekur sendingu á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, segist hafa bætt sig mikið í boltatækni og spörkum eftir að hann fór í atvinnumennsku erlendis.

Hannes spilar í dag með Randers í Danmörku en hann hefur einnig leikið með NEC Nijmegen í Hollandi sem og Sandnes Ulf og Bodö/Glimt í Noregi.

„Í Hollandi var mikil krafa á að geta fengið boltann til baka í lappirnar," sagði Hannes fyrir landsliðsæfingu í dag.

„Maður varð að vera alltaf hreyfanlegur fyrir aftan vörnina og tilbúinn að bjóða sig. Þetta hefur skilað sér. Ég er núna sá markvörður sem hleyp mest í dönsku deildinni. Það er bara af því að ég er alltaf klár í að bjóða mig fyrir aftan þó ég fái ekki alltaf boltann."

„Þetta hefur hjálpað mér að þróast sem markvörður. Það töldu einhverjir að þetta væri vandamál fyrir nokkrum árum en það eru flestir sammála um að þetta er ekkert vesen í dag."

„Ég spila einfalt og reyni að taka ekki of mikla sénsa og þekki mín takmörk. Ég ætla ekki að jinxa þetta of mikið en þetta er ekki vesen. Ég er ánægður með hvernig standið er á mínum spörkum í dag."


Hér að neðan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Hannes: Beið með að sparka af fullum krafti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner