Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 11. júní 2018 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sportsnet 
Hetjur sem breyttust í skúrka á HM
Zidane var búinn að vera frábær áður en hann skallaði Marco Materazzi í bringuna.
Zidane var búinn að vera frábær áður en hann skallaði Marco Materazzi í bringuna.
Mynd: Getty Images
Suare gengur af velli í leiknum gegn Gana.
Suare gengur af velli í leiknum gegn Gana.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Suarez beit Giorgio Chiellini, varnarmann Ítalíu árið 2014.
Suarez beit Giorgio Chiellini, varnarmann Ítalíu árið 2014.
Mynd: Getty Images
Rooney fékk rauða spjaldið í 8-liða úrslitum 2006.
Rooney fékk rauða spjaldið í 8-liða úrslitum 2006.
Mynd: Getty Images
Jonas Thern fékk rauða spjaldið gegn Brasilíu 1994. Svíþjóð var hársbreidd frá úrslitaleiknum.
Jonas Thern fékk rauða spjaldið gegn Brasilíu 1994. Svíþjóð var hársbreidd frá úrslitaleiknum.
Mynd: Getty Images
Beckham fékk morðhótanir eftir HM 2002.
Beckham fékk morðhótanir eftir HM 2002.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zidane gengur af velli í Berlín.
Zidane gengur af velli í Berlín.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistaramótið 2018 er á næsta leyti. Þetta verður 21. Heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Á HM gerist alltaf eitthvað skemmtilegt, eitthvað athyglisvert og þarf maður ekki að fara langt aftur í söguna til þess að finna nokkur atvik.

Hér að neðan má sjá lista Sportsnet yfir fimm leikmenn sem breyttust úr hetjum í skúrka á meðan HM stóð.

5. Luis Suarez
Suarez finnur alltaf einhverja leið til þess að koma sér í fréttirnar á HM. Á mótinu 2010 tók hann upp á því að bjarga á marklínu með hendinni í framlengdum leik gegn Gana í 8-liða úrslitum.

Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni þangað til Gana fékk aukaspyrnu fyrir utan teiginn. John Paintsil sendi góðan bolta fyrir og fengu Ganverjar tvö tækifæri til þess að koma boltanum yfir línuna. Luis Suarez kom sér fyrir bæði skotin en það seinna hafnaði í hendi hans. Dómarinn sá það og dæmdi vítaspyrnu og fékk Suarez rautt spjald.

Asamoah Gyan steig á punktinn en hann hafði verið mjög öruggur á vítapunktinum þegar þarna var komið við sögu. Í þetta skiptið skaut hann hins vegar í slána og fagnaði Suarez, en hann fylgdist með vítaspyrnunni úr leikmannagöngnum.

Hendi Suarez reyndi Úrúgvæ vel því liðið vann svo í vítaspyrnukeppni og komst í undanúrslitin á kostnað Gana.

Suarez var hetja í heimalandinu en hann var skúrkur í heimsálfunni Afríku því með sigri hefði Gana verið fyrsta lið sögunnar frá Afríku til þess að komast í undanúrslit HM.

Úrúgvæ féll út í undanúrslitunum gegn Hollandi.


Suarez er ekki búinn. Á HM fyrir fjórum árum í Brasilíu kom hann sér nefnilega aftur í fréttirnar þegar Úrúgvæ spilaði við Ítalíu í riðlakeppninni.

Fyrst, byrjum á stuttri sögukennslu: Suarez var í leikbanni þegar Úrúgvæ tapaði fyrir Hollandi í undanúrslitum HM 2010, síðar árið 2010 var hann dæmdur í sjö leikja bann í hollensku deildinni fyrir að bíta Otman Bakkal leikmann PSV í öxlina. Suarez samdi við Liverpool í janúar 2011, en í október það ár var hann sakaður um kynþáttafordóma í garð Patrice Evra, leikmann Manchester United. Hann var dæmdur í átta leikja bann að sökum þess. Ef það var ekki nóg, þá var hann dæmdur í 10 leikja bann árið 2013 fyrir að bíta Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea.

Að HM 2014. Úrúgvæ spilaði við Ítalíu í riðlakeppninni í mikilvægum leik þar sem sigurvegarinn myndi fara áfram í 16-liða úrslit. Staðan var markalaus þegar 10 mínútur voru eftir en þá ákvað Suarez, á óskiljanlegan hátt, að gera það aftur. Hann beit Giorgio Chiellini, varnarmann Ítalíu í öxlina. Í þriðja skipti á ferlinum sem hann bítur andstæðing sinn.

Suarez fékk ekki refsingu frá dómaranum þrátt fyrir að Chiellini væri augljóslega með bitför á öxlinni. Þess í stað var hann dæmdur í fjögurra mánaða bann eftir leikinn. Úrúgvæ komst í 16-liða úrslitin en féll þar út gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitum.


4. Wayne Rooney
Wayne Rooney vakti fyrst athygli með Everton, byrjaði frábærlega á EM 2004 áður en hann meiddist, og skrifaði svo undir samning hjá Manchester United. Hann var bjartasta von Englendinga þegar liðið spilaði á HM 2006.

Rooney meiddist í apríl fyrir mótið en sneri aftur í öðrum leik Englands í riðlakeppninni í Þýskalandi, þar sem mótið var haldið. Með hjálp Rooney komst England upp úr riðlinum og fram hjá Ekvador í 16-liða úrslitunum. Mótherjinn í 8-liða úrslitunum voru Portúgalar.

Í leiknum gegn Portúgal breyttist Rooney klárlega úr hetju í skúrk þegar hann traðkaði á varnarmanninum Ricardo Carvalho. Takkaskór Rooney fóru á mjög slæman stað hjá Carvalho sem lá eftir í sárum sínum. Cristiano Ronaldo, liðsfélagi Rooney hjá Man Utd, kom á harðaspretti upp að dómaranum og sagði eitthvað. Þegar búið var að reka Rooney af velli blikkaði Ronaldo að varamannabekk Portúgala eins og ætlunarverkinu hefði verið náð. Ronaldo og Rooney voru ósáttir um tíma en þeir sættust fljótt

Rooney fékk rautt spjald og England missti af sæti í undanúrslitunum.

Þetta var ekki í fyrsta sinn þar sem Englendingur breyttist úr hetju í skúrk á HM...


3. Jonas Thern
Jonas þessi var fyrirliði sænska landsliðsins sem vann undanriðil sinn, sem meðal annars innihélt Frakkland, til þess að komast til Bandaríkjanna árið 1994.

Sænska liðið var með sjálfstraustið í botni eftir að hafa farið taplaust í gegnum riðlakeppnina á HM þrátt fyrir að vera í riðli með Brasilíu. Liðið komst í gegnum Sádí-Arabíu í 16-liða úrslitum áður en Gheorghe Hagi og félagar í Rúmeníu voru lagðir af velli í vítaspyrnukeppni.

Svíþjóð var komið í undanúrslit og aftur var magnað lið Brasilíu andstæðingurinn. Romario og Bebeto voru í hörkuformi en staðan var markalaus eftir klukkutíma. Þá tók Jonas til sinna ráða. Sænski fyrirliðinn, sem var á gulu spjaldi, traðkaði á Dunga og fékk að líta beint rautt spjald. Thern var ekki sáttur með rauða spjaldið en dómarinn dæmdi og Svíar voru einum færri það sem eftir var. Romario skoraði sigurmarkið á 80. mínútu og tryggði Brasilíu farseðilinn í úrslitaleiknum.

Brasilía varð Heimsmeistari eftir sigur á Ítalíu. Svíar þurftu að sætta sig við þriðja sætið og hugsunina um það sem hefði getað orðið.


2. David Beckham
Gulldrengurinn David Beckham átti að vera stjarna enska landsliðsins á HM 1998. Hann lék sinn fyrsta landsleik í september 1996 eftir að hann braut sér leið inn í liðið hjá Manchester United. Hann lék alla leikina í undankeppninni fyrir mótið 1998 og átti eins og fyrr segir að vera ein af stjörnum liðsins.

Glenn Hoddle, þáverandi þjálfari liðsins, var þó rólegur gagnvart Beckham og byrjaði ekki með hann í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Enska þjóðin vildi sjá Beckham spila og fékk hann loksins tækifæri í þriðja og síðasta leik riðlakeppninnar gegn Kólumbíu. Beckham nýtti tækifærið vel og skoraði beint úr aukaspyrnu í 2-0 sigri.

England komst í 16-liða úrslit og þar var Argentína mótherjinn. Úr varð einn besti leikurinn á mótinu, jafnvel einn sá besti í sögu HM. Beckham lagði upp frábært mark hins 18 ára gamla Michael Owen í leiknum en er staðan var 2-2 í upphafi seinni hálfleik missti breyttist Beckham í óvin númer eitt hjá ensku þjóðinni.

Beckham féll til jarðar eftir hrindingu frá Diego Simeone, núverandi þjálfara Atletico Madrid. Simeone féll svo sjálfur til jarðar þar sem Beckham sparkaði til hans á meðan hann lá í jörðinni. Dómaranum var ekki skemmt og rak Beckham af velli. Hinn 23 ára gamli Beckahm lét reka sig af velli og Englendingar voru því einum færri það sem eftir lifði leiksins.

Eins og gegn Portúgal átta árum síðar náði England að halda út einum færri og fór leikurinn í vítaspyrnukeppni. En aftur tapaði England og féll liðið úr leik.

Beckham átti góðan feril eftir þetta og var fyrirliði Englands um tíma, en dagarnir, vikurnar og mánuðirnir eftir HM 1998 voru mjög erfiðir fyrir hann. Hann fékk morðhótarnir, hann og fjölskylda hans voru áreitt af fjölmiðlum og var hann látinn heyra það í hvert skipti sem hann spilaði fjarri Old Trafford.


1. Zinedine Zidane
Líklega frægasta augnabik í sögu HM. Úrslitaleikurinn 2006 á milli Ítalíu og Frakkland, kveðjustund Zinedine Zidane, þessa magnaða knattspyrnumanns.

Zidane var að eiga frábært mót, búinn að leiða franska liðið í gegnum Spán, Brasilíu og Portúgal á leið sinni í úrslitaleikinn. Þetta átti að vera frábær kveðjustund fyrir hann, hans annars Heimsmeistaratitill var í augsýn. En það breyttist allt á ögurstundu, þegar hann skallaði varnarmann Ítalíu, Marco Materazzi.

Zidane hafði komið Frakklandi yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Marco Materazzi, sem hafði slegið í gegn á mótinu, jafnaði leikinn með skalla eftir hornspyrnu. Ólympíuleikvangurinn í Berlín titraði af spennu er leikurinn fór í framlengingu.

Á 110. mínútu gerði Zidane eitthvað sem átti eftir að skilja fólk út um allan heim furðulostið. Zidane gekk upp að Materazzi og skallaði hann í bringuna. Materazzi féll til jarðar með tilþrifum og dómarinn reif upp rauða spjaldið. Zidane gekk af velli, fram hjá Heimsmeistarabikarnum.

Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Ítalía hafði betur.

Seinna kom í ljós að Zidane skallaði Materazzi í bringuna eftir að Materazzi hafði móðgað systur Zidane.


Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir þrjá daga. Það stefnir allt í frábært mót en Ísland er í fyrsta skipti á meðal þáttökuþjóða. Það mun eflaust einhver breytast úr hetju í skúrk í mótinu, vonandi enginn Íslendingur samt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner