mán 11. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 26 ára Neymar á bara eftir að ná Ronaldo og Pele
Mynd: Getty Images
Þegar Neymar hættir í fótbolta mun fólk væntanlega muna eftir honum sem einum besta fótboltamanni í sögu Brasilíu.

Neymar var á skotskónum í gær þegar Brasilía sigraði Austurríki í síðasta æfingaleik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Neymar, sem er aðeins 26 ára, var þarna að skora landsliðsmark númer 55 í 85. landsleiknum. Það er magnaður árangur, en Neymar á núna aðeins eftir að ná Ronaldo og Pele í markaskorun fyrir brasilíska landsliðið. Neymar jafnaði Romario í gær.

Pele skoraði 72 landsliðsmörk og Ronaldo gerði 62. Neymar er eins og fyrr segir aðeins 26 ára að aldri og hann hefur því nægan tíma til þess að ná þeim félögum.

Neymar mun leiða lið Brasilíu á HM í sumar, en Brassarnir eru klárlega eitt sigurstranglegasta liðið á mótinu. Brasilía er með Serbíu, Sviss og Kosta Ríka í riðli.

Fyrsti leikur Brasilíu í Rússlandi er við Sviss á sunnudaginn næsta.
Athugasemdir
banner
banner