Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. júní 2018 19:57
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
HM kvenna: Ísland á toppinn eftir sigur á Slóveníu
Icelandair
Selma Sól átti stoðsendingu í dag
Selma Sól átti stoðsendingu í dag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ísland 2 - 0 Slóvenía
1-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('54)
2-0 Glódís Perla Viggósdóttir ('67)

Stelpurnar okkar fengu Slóveníu í heimsókn á Laugardagsvöll í undankeppni HM kvenna í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið og þurftu þær sigur í kvöld til þess að eiga möguleika á sæti á HM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.

Íslensku stelpurnar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og voru mun meira með boltann. Þær slóvensku lágu hins vegar þétt til baka og ætluðu að halda í stigið.

Það var erfitt fyrir Ísland að brjóta upp þétta vörn Slóveníu. Stelpurnar okkar fengu ótal hornspyrnur í leiknum en inn vildi boltinn ekki og markalaust í hálfleik.

En þolinmæði er dyggð og það sannaði sig hjá stelpunum okkar. Snemma í fyrri hálfleik átti Hallbera frábæra sendingu inn fyrir vörn Slóvena. Þar reis Glódís Perla hæst frá jörðu og náði skalla á markið sem markvörður Slóveníu varði en með baráttu náði Glódís að koma boltanum yfir marklínuna. 1-0 fyrir Íslandi.

Glódís var svo aftur á ferðinni þrettán mínútum síðar. Selma Sól átti frábæra hornspyrnu og aftur reis Glódís hæst allra, en nú stangaði hún boltann í nærhornið og tvöfaldaði forystu Íslands.

Í stöðunni 2-0 reyndu Slóvenar að sækja og ná inn marki en vörn Íslands stóð vaktina vel og lokatölur urðu 2-0 sigur Íslands. Mikilvægur sigur Íslands!

Úrslitin þýða einfaldlega það að nú er allt í höndum stelpnanna okkar. Næsti leikur verður enginn smá leikur. Þá fær Ísland stórlið Þýskaland í heimsókn í úrslitaleik um sæti á heimsmeistaramótinu í Frakklandi 2019, en aðeins tveir leikir eru eftir í undankeppninni. Sigur á Þýskalandi og stelpurnar okkar fara á HM!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner