Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 11. júní 2018 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Íslensk tónlist lyftir íslenska landsliðinu upp
Icelandair
Hér reynir Friðrik Ellert að lyfta Birki Bjarnasyni upp.
Hér reynir Friðrik Ellert að lyfta Birki Bjarnasyni upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu ásamt þjálfurum og fylgdarliði dvelur á Hótel Nadezhda fimm stjörnu hóteli við strandbæinn, Gelendzhik við Svartahafið.

Á EM í Frakklandi hafði landsliðið hótel í Annecy alveg út af fyrir sig en breyting er á því í Rússlandi, þar sem landsliðið dvelur á hótelinu með öðrum gestum hótelsins.

Starfsfólk KSÍ hefur þó gert ýmislegt til að gera aðstæðurnar á hótelinu sem bestar fyrir íslensku strákana og eitt af því er til að mynda það, að í lyftunni er einungis spiluð íslensk tónlist.

„Smáatriðin skipta máli. Við ákváðum að gera þetta til gamans, þetta lyftir okkur aðeins upp," sagði Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ og skellihló.

Óskar er mikill aðdáandi Stjórnarinnar og er hún meðal hljómsveita sem fá að óma í lyftu íslenska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner