mán 11. júní 2018 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Modric myndi skipta titlum með Real fyrir heimsmeistaratitil
Modric myndi þiggja heimsmeistaratitil í stað nokkurra titla með Real Madrid
Modric myndi þiggja heimsmeistaratitil í stað nokkurra titla með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Luka Modric, miðjumaður Real Madrid og Króatíu viðurkennir að hann myndi skipta á titlum sínum með Real Madrid fyrir heimsmeistaratitil með Króatíu í sumar.

Modric hefur verið sigursæll með Real Madrid frá því að hann gekk til liðs við félagið árið 2012. Síðan þá hefur hann unnið 14 titla.

Hann hefur verið lykilleikmaður í velgengi Real Madrid í Meistaradeild Evrópu en spænsku risarnir eru meistarar síðustu þriggja ára.

Þrátt fyrir að Real Madrid hafi misst af spænska deildartitlinum og bikarnum þá telur hann að nýafstaðið tímabil hafi verið gott.

„Þetta var mjög erfitt og langt tímabil. Við spiluðum ekki eins og búist var við af okkur í deildinni og bikarnum en á endanum unnum við mikilvægasta titilinn. Ég er ánægður með að vera hluti af þessu félagi og velgengninni sem mun verða minnst í sögunni," sagði Modric.

„En ég myndi skipta á nokkrum titlum sem ég hef unnið með Madrid fyrir velgengni með Króatíu!"

Króatía er í riðli með Íslendingum, Nígeríu og Argentínu og vonandi munu strákarnir okkar stöðva þessa drauma Modric.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner