Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. júní 2018 13:32
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar um Austurríki: Þetta var eins og UFC
Mynd: Getty Images
Neymar var í byrjunarliði Brasilíu sem lagði Austurríki að velli með þremur mörkum gegn engu í æfingaleik í Vín.

Neymar meiddist í vor og var frá í nokkra mánuði. Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur frá meiðslunum og skoraði Brassinn knái laglegt mark í síðari hálfleik.

Neymar varð með markinu þriðji markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, eftir Ronaldo og Pele.

Heimamenn voru ekki að spara sig í leiknum og fóru í harkalegar tæklingar. Neymar segir að leikstíll Austurríkismanna hafi minnt sig á UFC, þar sem keppt er í bardagaíþróttinni MMA.

„Við erum klárir í UFC eftir þennan leik. Sem betur fer sluppum við án meiðsla," sagði Neymar eftir leikinn.

Hann hefur mikla trú á liðinu og segir alla leikmenn hópsins eiga sér sameiginlegan draum; að vinna HM.

„Við erum brasilískir og getum látið okkur dreyma. Við erum að dreyma meira og meira. Það er ekki bannað að dreyma."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner