Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 11. júní 2019 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Martin: Nefnið betra landslið á heimavelli en Ísland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, sóknarmaður ÍBV, fylgdist með leik Íslands gegn Tyrklandi í undankeppni EM í kvöld.

Fyrir leikinn var Ísland með sex stig í riðlinum á meðan Tyrkir voru með fullt hús úr þremur leikjum. Tyrkir voru ekki búnir að fá á sig mark og höfðu unnið heimsmeistara Frakklands á heimavelli um síðustu helgi.

En það er ekki fyrir hvaða lið sem er að koma á Laugardalsvöll og mæta Íslandi eins og Gary Martin bendir réttilega á.

„Nefnið betra landslið á heimavelli en Ísland... ég bíð," skrifaði Gary á Twitter.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Íslands. Nánar má lesa um leikinn hérna.



Athugasemdir
banner
banner
banner