Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 11. júní 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild kvenna: KH vann - Afhroð hjá Völsungi
Bayleigh Chaviers
Bayleigh Chaviers
Mynd: PSC
Þrír leikir fóru fram í fimmtu umferð 2. deildar kvenna í dag.

Völsungur heimsótti sameiginlegt lið Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. Þær fóru vægast sagt heim með skottið á milli lappana. 7-0 sigur heimakvenna staðreynd.

KH sigraði Fram með tveimur mörkum gegn engu. Fram komst yfir í fyrri hálfleik en KH skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla þegar innan við 10 mínútur voru eftir af leiknum.

ÍR og Hamar skildu jöfn 2-2 í Breiðholti. Gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Brynhildi Sif VIktorsdóttur en Unnur Elva Traustadóttir og Guðrún Ósk Tryggvadóttir skoruðu sitt markið hvor fyrir ÍR.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. 7-0 Völsungur
1-0 Elísabet Arna Gunnlaugsdóttir ('2)
2-0 Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('5)
3-0 Bayleigh Ann Chaviers ('62)
4-0 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('69)
5-0 Björg Gunnlaugsdóttir ('77)
6-0 Bayleigh Ann Chaviers ('79)
7-0 Alexandra Taberner Tomas ('82)

KH 2-1 Fram
0-1 Hannah Jane Cade ('23)
1-1 Sigríður Guðmundsdóttir ('82)
2-1 Kristín Anna Smári ('84)

ÍR 2-2 Hamar
0-1 Brynhildur Sif Viktorsdóttir ('19)
0-2 Brynhildur Sif Viktorsdóttir ('26)
1-2 Unnur Elva Traustadóttir ('39)
2-2 Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('51)
Athugasemdir
banner
banner