Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. júní 2021 18:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áhorfendur í fyrsta sinn í tæp tvö ár - Fjölskyldan tekur hálfa stúkuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir vináttuleikur Íslands og Írlands. Staðan er 3-1 fyrir Ísland þegar seinni hálfleikur er nýhafinn.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Orlando Pride í bandarísku atvinnumannadeildinni, sat fyrir svörum á blaðamannafundi á fimmtudaginn.

Hún var rosalega spennt að fá að spila fyrir framan áhorfendur á Laugardalsvelli í fyrsta sinn í tæp tvö ár.

„Ég held að fjölskyldan mín sé hálf stúkan. Það verður gaman að spila aftur fyrir framan áhorfendur, það er alltaf stemning að spila fyrir framan íslenska áhorfendur.”

Gunnhildur er 32 ára gömul og er að leika sinn 79. landsleik í þessum töluðu orðum.
Athugasemdir
banner