Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. júní 2021 21:15
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Ein átta og þrjár sjöur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann 3-2 sigur á Írlandi í vináttuleik í dag. Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir leikinn. Leikmenn íslenska liðsins fá einkunnir fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Lestu um leikinn: Ísland 3 - 2 Írland

Sandra Sigurðardóttir - 6
Það var ekki þannig séð mikið að gera hjá henni í leiknum, reyndi ekki svo mikið á hana en gerði mjög vel þegar hún bjargaði sér eftir að hafa kýlt boltann upp í loftið eftir fyrirgjöf.

Elísa Viðarsdóttir - 6
Elísa lenti ekki í miklum vandræðum varnarlega. Fínir sprettir fram á við en fyrra mark Íra kom upp hennar væng.

Glódís Perla Viggósdóttir - 7
Þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig tvö mörk þá var Glódís öflug, bjargaði nokkrum sinnum vel og komst á milli á nauðsynlegum tímapunktum. Frábær stoðsending og alltaf yfirveguð í sínum aðgerðum, nær 7,5 en 6,5.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 6
Virkaði ekki alveg 100% en var ekki í miklum sjáanlegum vandræðum.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 6
Fínasta frammistaða, átti spretti en hefur oft búið til meira fram á við. Fín frammistaða varnarlega þannig séð.

Alexandra Jóhannsdóttir - 6
Var í smá brasi með móttökur á köflum og komust Írarnir í boltann og komust í sókn. Var talsvert betri í fyrri hálfleik en dró af henni í seinni og virkaði þreytt undir lokin.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 7
Fyrirliðinn var eins og vél á miðjunni. Spilaði framarlega á miðjunni og leysti það hlutverk vel. Hún sýndi að hún getur spilað þetta framarlega og gerði vel í markinu.

Dagný Brynjarsdóttir - 7
Frábært að fá Dagný aftur inn í liðið, sifellt ógnandi í föstum leikatriðum og sýndi hvaða gæðum hún býr yfir.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 6
Var vinnusöm og ákveðin í sínum aðgerðum, átti fína spretti inn á milli en það kom ekkert svakalega mikið úr því sem hún var að gera. Fannst hún virka þreytt í lokin.

Agla María Albertsdóttir - 8
Frábærlega tekið fyrra mark og stoðsending. Sú telur alveg þó mögulega hafi hún verið eilítið tilviljunarkennd. Fastar fyrirgjafir og heilt yfir spræk á kantinum.

Elín Metta Jensen - 6
Elín hefur átt marga betri landsleiki en þennan en var dugleg og baráttuglöð. Það er eins og hún sé ekki alveg búin að finna taktinn í upphafi sumars.

Varamaður sem fær einkunn:

Guðrún Arnardóttir - 6
Kom inn og komst fyrir eitt skot en annars reyndi ekkert þvílíkt á hana.

Aðrar spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner