Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. júní 2021 20:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Ítalía kláraði Tyrkland í seinni hálfleik
Mynd: EPA
Tyrkland 0 - 3 Ítalía
1-0 Merih Demiral ('53 , sjálfsmark)
1-1 Ciro Immobile ('66 )
1-2 Lorenzo Insigne ('79 )

Opnunarleikur Evrópumeistaramótsins fór fram í kvöld milli Tyrklands og Ítalíu.

Ítalía var með mikla yfirburði frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir það var markalaust þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Ítalir héldu uppteknum hætti í þeim síðari. Merih Demiral varnarmaður Tyrklands varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 53. mínútu og kom þar með Ítölum í 1-0 forystu.

Markahrókurinn Ciro Immobile skoraði síðan annað markið og Lorenzo Insigne gerði síðan út um leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir. 3-0 lokatölur.

Ítalía mætir Sviss í annarri umferð riðlakeppninnar miðvikudaginn 16. júní og Tyrkland mætir Wales sama dag. Sviss og Wales mætast á morgun kl 13.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner