Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 11. júní 2021 21:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Freysi: Tyrkir voru hræddir við Ítali
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalía vann Tyrkland nokkuð örugglega með þremur mörkum gegn engu í opnunarleik EM í kvöld. Freyr Alexanderson og Þorsteinn J voru gestir í 'EM í dag' hjá Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur.

Freyr sagði að mótið hafi farið frábærlega af stað, Tyrkir taka ekki undir það en Gummi spurði hann af hverju voru Tyrkir svona slappir í kvöld?

„Þeir geta sjálfum sér um kennt að hafa mætt útúr sínu 'elementi'. Við töluðum um það í upphitunarþáttunum að það væri flottur taktur í þeim. Svo mæta þeir í dag skíthræddir, þeir voru bara hræddir við Ítalana."

Freyr var svo sem ekkert hissa eftir að hafa séð þjóðsöngvana fyrir leik.

„Ég svo sem skil þá eftir þjóðsönginn, þeir öskruðu þá bara í kaf. Tyrkirnir eru vanir að hafa alla sína stuðningsmenn með sér. Í dag voru Ítalir töffararnir og Tyrkirnir litlir í sér og hræddir."
Athugasemdir
banner
banner
banner