Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. júní 2021 22:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía ekki tapað í 28 leikjum í röð - 9 sigrar
Mynd: EPA
Ítalía vann opnunarleik EM í kvöld með öruggum 3-0 sigri á Tyrkjum.

Merih Demiral varnarmaður Tyrklands varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 53. mínútu og kom þar með Ítölum í 1-0 forystu.

Markahrókurinn Ciro Immobile skoraði síðan annað markið og Lorenzo Insigne gerði síðan út um leikinn þegar um 10 mínútur voru eftir. 3-0 lokatölur.

Ótrúleg staðreynd um þetta ítalska lið að þetta var 28. leikurinn í röð sem þeir fara í og tapa ekki. Þeir töpuðu síðast gegn Portúgal í Þjóðardeildinni í september 2018. Í kvöld unnu þeir líka sinn 9 sigur í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner