fös 11. júní 2021 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ótrúlegir yfirburðir Ítala í fyrri hálfleik
Ciro Immobile ekki náð að skora
Ciro Immobile ekki náð að skora
Mynd: EPA
Nú er kominn hálfleikur í opnunarleik EM.

Tyrkland og Ítalía eigast við en staðan er markalaus. Þrátt fyrir það hafa Ítalir gersamlega öll völd á vellinum og hafa átt 13 skot að marki þó aðeins þrjú á rammann.

Tyrkir hafa ekki náð einu einasta skoti á mark Ítala. Ítalir vildu fá vítaspyrnu þegar boltinn fór greinilega í hönd varnarmanns Tyrklands. VAR skoðaði það en ekkert var dæmt.

Seinni hálfleikur fer rétt að hefjast og vonandi fáum við fyrsta mark mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner