mið 11. júlí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Sex leikmenn úr Pepsi-deildinni í bann
Emil Ásmundsson er á leið í bann.
Emil Ásmundsson er á leið í bann.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sex leikmenn í Pepsi-deild karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aga og úrskurðarnefndar KSÍ í gær.

Pétur Viðarsson (FH), Helgi Valur Daníelsson (Fylkir), Brynjar Ásgeir Guðmundsson (Grindavík) og Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur) voru allir sjálfkrafa úrskurðaðir í eins leiks bann eftir rauð spjöld í tólftu umferðinni.

Emil Ásmundsson miðjumaður Fylkis og Shahab Zahedi Tabar framherji ÍBV voru úrskurðaðir í bann fyrir fjögur gul spjöld á tímabilinu.

Í Inkasso-deildinni var spænski framherjinn Gonzalo Zamorano Leon hjá Víkingi Ólafsvík úrskurðaður í tveggja leikja bann eftir rauða spjaldið gegn Njarðvík í síðustu viku.

Smelltu hér til að sjá úrskurð aganefndar í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner