Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 11. júlí 2018 15:02
Magnús Már Einarsson
Arnar Már hættur hjá Fylki
Arnar Már Björgvinsson í leik með Fylki gegn Val á Hlíðarenda fyrr í sumar.
Arnar Már Björgvinsson í leik með Fylki gegn Val á Hlíðarenda fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Arnar Már Björgvinsson, kantmaður Fylkis, hefur ákveðið að hætta að leika í Pepsi-deildinni en frá þessu greinir hann í færslu á Facebook.

Hinn 28 ára gamli Arnar Már steig sín fyrstu skref í efstu deild með Stjörnunni árið 2009 þegar hann sló í gegn og skoraði níu mörk í fimmtán leikjum.

Auk þess að spila með Stjörnunni þá hefur Arnar leikið með Breiðabliki, Víkingi Ólafsvík og Fylki á ferli sínum. Samtals hefur hann skorað 27 mörk í 126 leikjum í efstu deild.

„Eftir 10 ár í efstu deild þá hef ég ákveðið að nú sé komið að leikslokum. Það liggja margar ástæður að baka þessari ákvörðun en þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég ánægður með þessa niðurstöðu mína," segir Arnar Már meðal annars.

„Þegar ég horfi um öxl þá get ég ekki annað en verið nokkuð stoltur af þeim árangri sem ég hef náð í gegnum árin. Íslandsmeistaratitill, Inkassomeistari, tvö silfur í Pepsi, fjöldi af evrópuleikjum og þar af einhverjir stærstu leikir sem knattspyrnumenn í íslensku deildinni geta dreymt um að spila."


Athugasemdir
banner
banner