Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. júlí 2018 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dauðum fisk hent inn á völlinn
Mynd: Getty Images
Dauðum fisk var hent inn á Luzhniki-völlinn í Moskvu í kvöld, en leikur Englands og Króatíu stendur nú yfir á vellinum. Framlengingin er nú í gangi en niðurstaðan eftir 90 mínútur var 1-1. Þessi leikur er í undanúrslitum HM í Rússlandi.

Sjá einnig:
Perisic jafnaði fyrir Króatíu - Framlengt í Moskvu

Fisknum var hent inn á völlinn í fyrri hálfleiknum, en England leiddi 1-0 eftir fyrri hálfleikinn með frábæru marki Kieran Trippier. Króatía jafnaði í seinni hálfleik, Ivan Perisic með markið.

Ekki er vitað frá stuðningsmanni hvaða liðs fiskurinn kom.

England er að reyna að komast í sinn fyrsta úrslitaleik á HM frá 1966, en Króatía hefur aldrei komist í úrslit.



Athugasemdir
banner
banner