mið 11. júlí 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Deschamps sá fjórði sem fer í úrslit sem leikmaður og þjálfari
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, varð í gær sá fjórði í sögunni til að komast í úrslit á HM bæði sem leikmaður og þjálfari.

Hinn 49 ára gamli Deschamps var á miðjunnni hjá Frökkum þegar þeir unnu Brasilíu 3-0 í úrslitaleik HM 1998. Hann bættist um leið í góðan hóp þeirra sem hafa gert gott mót á HM bæði sem þjálfarar og leikmenn.

Franz Beckenbauer varð heimsmeistari sem leikmaður með Vestur-ÞJóðverjum árið 1974 og árið 1990 vann hann HM á Ítalíu sem þjálfari.

Rudi Völler var í liðinu þá sem og í úrslitaleiknum á HM 1986. Árið 2002 þjálfaði Völler lið Þýskalands í 2-0 tapi gegn Brasilíu í úrslitaleik HM.

Mario Zagllo vann HM sem leikmaður með Brasilíu 1958 og 1962 sem og sem þjálfari árið 1970.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner