Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumabyrjun Englands - Trippier með rosalegt mark
Trippier skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Trippier skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Mynd: Getty Images
Leikur Englands og Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi stendur þessa stundina yfir.

England fékk sankallaða draumabyrjun því þeir skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fimm mínútna leik.

Kieran Trippier, bakvörður Tottenham, skoraði markið beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Danijel Subasic, markvörður Króatíu, kom engum vörnum við.

Frábær byrjun fyrir England en það er nóg eftir.

Ef England vinnur leikinn er ljóst að margir munu hringja sig inn veika í vinnuna á morgun.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Trippier.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner