Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Dybala og Shaqiri til Liverpool?
Powerade
Paulo Dybala er orðaður við Liverpool.
Paulo Dybala er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf gæti farið á láni.
Victor Lindelöf gæti farið á láni.
Mynd: Getty Images
Lewandowski er eftirsóttur.
Lewandowski er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í miklu stuði í dag. Hér að neðan má sjá stútfullan pakka af slúðri.



Cristiano Ronaldo fær 73 þúsund pund í laun á dag hjá Juventus en fjögurra ára samningur hans við félagið færir honum 26 milljónir punda á ári. (Mirror)

Eden Hazard (27) leikmaður Chelsea þykir líklegastur hjá veðbönkum til að fylla skarð Ronaldo hjá Real Madrid. Hazard ætlar að fara frá Chelsea nema félagið kaupi fleiri leikmenn. (Football London)

Kaupin á Ronaldo gætu orðið til þess að Juventus selur miðjumanninn Stefano Sturaro (25) til að standast fjárhagsreglur. Newcastle og Wolves vilja fá Sturaro. (Birmingham Mail)

Liverpool er tilbúið að bjóða 80 milljónir punda í Paulo Dybala (24) framherja Juventus. (Metro)

Liverpool hefur hafið viðræður við Stoke um Xherdan Shaqiri (26) en hann má fara á 13 milljónir punda eftir fall Stoke úr úrvalsdeildinni. (Telegraph)

Georginio Wijnaldum (27) miðjumaður Liverpool gæti verið á leið til Fenerbahce en orðrómur er um að búið sé að samþykkja sölu hans til Tyrklands. (Mirror)

Peter Crouch (37) framherji Stoke er á óskalisat Sidney FC og Melbourne Victory í Ástralíu. (Sun)

Tottenham og Roma hafa áhuga á Malcom (21) leikmanni Bordeaux. (France Football)

Everton ætlar að bjóða 21 milljón punda í Yerri Mina (23) miðvörð Barcelona kolumbíska landsliðsins. (Goal)

Manchester United fær samkeppni frá Juventus um Erling Braut Haaland (17) framherja Molde. Erling hefur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni en hann er sonur Alf-Inge Haaland fyrrum leikmanns Leeds og Manchester City. (Mirror)

Nokkur félög vilja fá Victor Lindelöf (23) varnarmann Manchester United á láni eftir góða frammistöðu hans með sænska landsliðinu á HM. (Sun)

Maurizio Sarri hefur sagt Roman Abramovich, eiganda Chelsea, að hann sé einungis tilbúinn að taka við sem stjóri ef Eden Hazard og Willian verða áfram hjá félaginu. (Football London)

Chelsea hefur hafið viðræður við N'Golo Kante (27) um nýjan samning. Kante á þrjú ár eftir af núverandi samningi sínum en Chelsea ætlar að bjóða honum samning upp á 200 þúsund pund á viku. (Express)

Robert Lewandowski (29) vill fara frá Bayern Munchen en Chelsea og Real Madrid hafa áhuga. (Star)

Liverpool ætlar að reyna að fá pólska miðjumanninn Grzegorz Krychowiak (28) en hann var í láni hjá WBA frá PSG á síðasta tímabili. (Sun)

Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, vill fá David Luiz (31) frá sínu gamla félagi Chelsea. (Mirror)

Southampton er að klára kaupin á danska varnarmanninum Jannik Vestergaard (25) frá Gladbach á 18 milljónir punda. (Sky Sports)

Leicester er tilbúið að bjóða Harry Maguire (25) nýjan samning og gera hann að einum launahæsta leikmannin félagsins. (Leicester Mercury)

Fulham gæti náð að hafa betur gegn Chelsea og Arsenal í baráttunni um Jean Michael Seri (26) miðjumann Nice. (Sun)

Newcastle er að landa Kenedy aftur á láni frá Chelsea en hann er búinn í læknisskoðun. (Sky Sports)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, vill ekki selja fyrirliðann Jamaal Lascelles (24) en hann hefur verið orðaður við West Ham. (Newcastle Chronicle)

Lille hefur áhuga á hollenska markverðinum Maarten Stekelenburg (35) hjá Everton. (Talksport)

Arsenal gæti selt marvörðinn David Ospina (29) til Boca Juniors á sex milljónir punda. (Mirror)

Lyon vill fá kantmanninn Nacer Chadli (28) frá WBA. (Talksport)

Spænski varnarmaðurinn Joel Lopez (15) hefur staðfest að hann sé á förum frá Barcelona. Arsenal vill krækja í hann. (Football London)
Athugasemdir
banner
banner
banner