Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 10:42
Elvar Geir Magnússon
Fiat borgar hluta af launum Ronaldo - Mendes fær væna sneið
Þessi gaur kostar sitt!
Þessi gaur kostar sitt!
Mynd: Getty Images
Það var tíðindamikill dagur í fótboltanum í gær en mesta athygli vöktu kaup Juventus á Cristiano Ronaldo, handhafa Ballon d'Or gullknattarins.

Eins og við er búist er svona risasamningur hrikalega flókinn og upphæðirnar sem honum tengjast teygja sig í ýmsar áttir. Samtals borgar Juventus um 100 milljónir punda fyrir hann.

Svo dæmi sé tekið fær umboðsmaður Ronaldo, Jorge Mendes, vænan bita í vasann eða 10,6 milljónir punda (1,5 milljarð íslenskra króna).

Þá skipta fyrrum félög Ronaldo, Manchester United og Sporting Lissabon, á milli sín 4,4 milljónum punda.

Ronaldo fær 26,6 milljónir punda í árslaun en ítalski bílaframleiðandinn Fiat borgar hluta af þeirri upphæð. Fiat var stofnað af Agnelli fjölskyldunni sem á einmitt stærstan hluta í Juventus.

Sjá einnig:
Ronaldo biðlar til stuðningsmanna Real Madrid að reyna að skilja sig
Athugasemdir
banner
banner