mið 11. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harry Wilson skrifar undir langtímasamning við Liverpool
Wilson í leik með unglingaliði Liverpool.
Wilson í leik með unglingaliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Hinn 21 árs gamli Harry Wilson skrifaði undir nýjan langtímasamning við Liverpool í gær.

Wilson hefur verið hjá Liverpool frá því hann var lítill polli og hann verður áfram í herbúðum félagsins. Á síðasta tímabili spilaði hann seinni hluta tímabilsins hjá Hull City í Championship-deildinni og stóð gríðarlegal vel.

„Ég er hæstánægður að skrifa undir nýjan samning," sagði Wilson við heimasíðu Liverpool. „Þegar mér var boðinn samningurinn vildi ég klára það sem fyrst svo ég gæti einbeitt mér að fótbolta á undirbúningstímabilinu."

Wilson skoraði sjö mörk í 13 leikjum með Hull á síðasta tímabili og mörg félög vilja fá hann á láni fyrir næsta tímabil. Hann vonast hins vegar til þess að koma sér í aðalliðshópinn hjá Jurgen Klopp.

Wilson, sem er kantmaður, skoraði tvisvar í fyrsta æfingaleik Liverpool á tímabilinu, í 7-0 sigri gegn Chester.
Athugasemdir
banner
banner
banner