Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Íslensk stemning hjá Englandi"
Það er mikill hressleiki í kringum enska landsliðið.
Það er mikill hressleiki í kringum enska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Það styttist í leik Englands og Króatíu í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

England er í möguleika á að komast í úrslitaleik HM í annað, það gerðist síðast 1966 en þá urðu Englendingar Heimsmeistaraar í fyrsta og eina skiptið hingað til.

Oftast á stórmótum endar það með því að England fellur snemma úr leik og enskir fjölmiðlar snúast gegn liðinu. Það hefur ekki gerst í sumar, það er mikil stemning í kringum liðið.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum landsliðsfyrirliði Íslands, sagði skemmtileg um stemninguna hjá Englandi í HM-stofunni á RÚV áðan.

„Það er einhver íslensk stemning í kringum liðið - það ætla allir að gera þetta saman. Ég man ekki eftir að þetta hafi áður verið svona hjá Englandi," sagði Eiður Smári og hrósaði Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englendinga, fyrir störf sín með liðið.

Leikur Króatíu og Englands hefst 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner