Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Kalla eftir almennum frídegi í Englandi á mánudaginn
Er fótboltinn á leið heim?
Er fótboltinn á leið heim?
Mynd: Getty Images
Yfir 200 þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem kallað er eftir því að almennur frídagur verði í Englandi á mánudaginn ef enska landsliðið vinnur HM.

Englendingar mæta Króötum í undanúrslitum í kvöld en sigurliðið þar mætir Frökkum í úrslitaleik á sunnudaginn.

„Við þurfum á þessu að halda fyrir alla stuðningsmenn Englands því dagurinn eftir úrslitaleikurinn verður ekki ánægjulegur fyrir alla stuðningsmenn," segir í yfirlýsingu þeirra sem standa að undirskriftarsöfnuninni.

Talsverðan tíma tekur að staðfesta almennan frídag með því að fara í gegnum kerfið í Englandi.

Því er líklega eina von stuðningsmanna um frí að Forsætisráðherann Theresa May skipi opinberan frídag ef að England nær að vinna HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner