Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. júlí 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Henderson að fá verðskuldað hrós
Henderson á spjalli við Gareth Southgate þjálfara enska landsliðsins.
Henderson á spjalli við Gareth Southgate þjálfara enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að Jordan Henderson sé loksins að fá það hrós sem hann á skilið.

Henderson hefur verið öflugur á miðjunni hjá enska landsliðinu á HM en hann hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.

„Ég held að hann eigi ennþá meira inni en loksins tekur fólk eftir Jordan Henderson," sagði Klopp.

„Áður var of oft horft framhjá honum því einhver þarf að vinna vinnuna á miðjunni eins og Hendo hefur til dæmis gert."

„Hann er hins vegar ekki bara vinnuhestur. Hann er mjög góður fótboltamaður líka svo ég er ánægður með að hann fái smá að vera í sviðsljósinu. Það er vel verðskuldað."

Athugasemdir
banner
banner
banner