Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 11. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marjani líklega fótbrotin - Öskrin heyrðust langa leið
Marjani Hing-Glover í leik með FH.
Marjani Hing-Glover í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marjani Hing-Glover, sóknarmaður FH í Pepsi-deild kvenna, verður væntanlega ekki meira með í sumar. Talið er að hún hafi fótbrotnað í leik FH og Grindavíkur í gær.

FH vann leikinn 1-0 með marki Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur á annarri mínútu leiksins.

Á 57. mínútu lá Marjani eftir á vellinum eftir viðskipti við varnarmann Grindavíkur. „Marjani liggur hér óvíg eftir baráttu við varnarmann. Lítur alls ekki vel út, ég heyri öskrin hingað upp," skrifaði Pétur Hrafn Friðriksson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net í gærkvöld.

Hringja þurfti á sjúkrabíl og var Marjani, sem skorað hefur fjögur mörk í níu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar, borin af velli.

Í viðtali við mbl.is eftir leikinn sagði Guðný Árnadóttir, miðvörður FH, að Marjani væri líklega fótbrotinn. „Ég held að hún sé fót­brot­in, ökkl­inn snér­ist al­veg var mér sagt. Þetta var hræðilegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner