Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 11. júlí 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Valur gegn Rosenborg
Þessir tveir ætla að leggja Rosenborg.
Þessir tveir ætla að leggja Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valur hefur þáttöku sína í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Íslandsmeistararnir mæta Noregsmeisturum Rosenborg í fyrri leik liðanna að Hlíðarenda.

Leikurinn hefst 20:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt því að honum verður textalýst beint hér á Fótbolta.net.

Matthías Vilhjálmsson verður afar ólíklega með Rosenborg í leiknum en það verður líf og fjör þar sem Nicklas Bendtner verður væntanlega með. Það verður gaman að sjá hann á gervigrasinu á Origo-vellinum.

Þetta verður strembið verkefni fyrir Val en Íslandsmeistararnir verða að komast í gegnum Rosenborg og þrjú önnur lið til þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Næsti mótherji fyrir Val eða Rosenborg verður væntanlega Celtic frá Skotlandi.

Hið nýja Íslendindingalið, Qarabag frá Aserbaídsjan, er einnig í eldlínunni í dag en liðið etur kappi við Olimpija frá Slóveníu. Hannes Þór Halldórsson er ekki með Qarabag í dag en hann gekk í raðir liðsins frá Randers í Danmörku á dögunum.

Qarabag fór í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrra.

20:00 Valur - Rosenborg (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner