Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 11. júlí 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Möguleiki á að Viðar Ari klári tímabilið með FH
Viðar Ari í leik með FH.
Viðar Ari í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur rætt við Brann um framlengingu á lánssamningi bakvarðarins Viðars Ara Jónssonar. Viðar Ari kom til FH á láni í vor og en lánssamningurinn gildir til 23. júlí.

Viðar Ari hefur spilað tólf leiki í Pepsi-deildinni í sumar og möguleiki er á að hann klári tímabilið með FH.

„Það er ekki komin niðurstaða í það en það eru þreifingar í gangi á milli okkar og þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net í dag.

Færeyski framherjinn Jakup Thomsen fær leikheimild með FH um helgina en hann kemur á láni frá FC Midtjylland.

Að öðru leyti reiknar Ólafur ekki með frekari liðsstyrk í félagaskiptaglugganum í þessum mánuði.

„Við erum ágætlega mannaðir. Færeyingurinn verður löglegur 15. júlí og það verður fínt að fá öðruvísi týpu inn. Síðan knúsa ég Castillion og vona að hann hrökkvi í gang," sagði Ólafur að lokum en framherjinn Geoffrey Castillion hefur ekki náð sér á strik á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner