mið 11. júlí 2018 14:12
Elvar Geir Magnússon
Mourinho spáir Englandi sigri í kvöld - Yngri og ferskari
Spáir Englandi í úrslitaleikinn.
Spáir Englandi í úrslitaleikinn.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, spáir því að enska landsliðið leggi Króatíu í kvöld og komist í úrslitaleikinn á HM í Rússlandi.

Mourinho segir auðvelt að skynja gleðina sem sé í gangi í leikmannahópi enska liðsins. Þeir séu yngri og ferskari en Króatarnir og það ætti að gera gæfumuninn.

Króatía hefur þurft að fara í gegnum framlengingar og vítakeppni í báðum útsláttarleikjum sínum. Englendingar gátu hvílt menn gegn Belgíu í lokaumferð riðilsins.

„England er ferskara lið, er með yngri leikmenn, lenti í auðveldum riðli með tveimur auðveldum leikjum og gátu hvílt alla gegn Belgíu," segir Mourinho.

„Meirihluti leikmanna Englands eru ungir leikmenn í hörkuformi. England ætti að hafa forskot í leiknum og eiga nóg eftir á tanknum."

„Króatía er lið með hrikaleg öflugt hugarfar og eru með stórkostlegan miðjumann í Luka Modric sem getur stýrt leiknum og hraðanum í honum. En það er mikil gleði hjá Englendingum," segir Mourinho sem er sérfræðingur rússneska sjónvarpsins á HM.

Leikur Englands og Króatíu hefst klukkan 18 að íslenskum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner