Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. júlí 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfaði leikmenn ÍBV en gæti nú unnið HM með Englandi
Steve Holland og Gareth Southgate.
Steve Holland og Gareth Southgate.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur fengið mikið hrós undanfarnar vikur eftir frábæran árangur liðsins á HM í Rússlandi. Englendingar mæta Króötum í undanúrslitum HM í kvöld, tveimur árum eftir að þeir duttu út í 16-liða úrslitum á EM gegn Íslandi.

Hægri hönd Southgate er Steve Holland en þeir voru áður saman með U21 árs landslið Englendinga. Eftir að Sam Allardyce var rekinn haustið 2016 fengu þeir tækifæri með aðallið Englendinga.

Holland er ekki þekktasta nafnið í enska boltanum en hann hefur þó mikla reynslu úr boltanum. Holland var áður varaliðsþjálfari hjá Chelsea og síðar aðstoðarstjóri en hann hætti þar sumarið 2017 og hefur síðan þá einbeitt sér að enska landsliðinu.

Í byrjun þjálfaraferilsins var Holland lengi hjá Crewe Alexandra þar sem hann gerði góða hluti með akademíu félagsins. Leikmenn eins og Dean Ashton og Danny Murphy komu upp í gegnum akademíu Crewe.

Upp úr aldamótum voru ÍBV og Crewe í góðu samstarfi en Ian Jeffs og Matt Garner komu meðal annars til Vestmannaeyja frá Crewe þar sem að þeir höfðu alist upp undir stjórn Holland. Jeffs og Garner spiluðu báðir með ÍBV í áraraðir en sá fyrrnefndi þjálfar í dag kvennalið félagsins.

Holland var einnig stjóri Crewe 2007/2008 en það gekk illa og síðan þá hefur hann að mestu starfað sem aðstoðarstjóri. Southgate hefur sést ræða mikið við Holland á hliðarlínunni í leikjum enska landsliðsins á HM og spurning er hvort að þeir nái að rita nýjan kafla í enska knattspyrnusögu í kvöld?
Athugasemdir
banner
banner
banner