Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Treystið Mourinho" - Vill ekki að United verði eins og Liverpool
Mourinho er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Man Utd.
Mourinho er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, biðlar til stuðningsmanna félagsins að treysta knattspyrnustjóranum Jose Mourinho. Hann vill ekki að United verði eins og erkifjendurnir í Liverpool.

Mourinho náði ekki að skila titli á sínu öðru tímabili sem stjóri United, en liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á eftir nágrönnunum í Manchester City sem slógu hvert metið á fætur öðru.

Á sínu fyrsta tímabili vann Mourinho enska deildarbikarinn og Evrópudeildina.

Mourinho hefur verið harðlega gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United, en Bosnich vill að Mourinho verði sýnt traust af stuðningsmönnum. Hann vill ekki að Man Utd fari í sama gír og Liverpool og skipti alltaf um knattspyrnustjóra.

„Standið bara með og treystið honum (Mourinho). Gefið honum tækifæri, hann lendir í öðru sæti á eftir Manchester City sem hefur efni á öllum og getur fengið allt," sagði Bosnich við Omnisport.

Man Utd vann fjöldann allan af titlum undir stjórn Sir Alex Ferguson, en hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan hann hætti 2013.

„Stundum, jafnvel eftir svona mikla yfirburði, þá þarftu að sýna þolinmæði. Þú vilt ekki falla í sömu gryfju og Liverpool og vera alltaf að breyta til eftir að hafa verið með mikla yfirburði áður fyrr."

„Standið með þessum gæa, hann er sigurvegari og mun koma með góðu tímana aftur til Manchester United."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner