mið 11. júlí 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger segir að Wilshere minni á Messi og Mbappe
Wilshere og Wenger eru góðir mátar.
Wilshere og Wenger eru góðir mátar.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger hefur gríðarlegt álit á miðjumanninum Jack Wilshere.

Wenger og Wilshere unnu saman hjá Arsenal í langan tíma, en hvorugur þeirra er núna hjá félaginu. Wenger er án starfs og Wilshere er kominn til West Ham.

Wenger er að vinna hjá beIN Sports á meðan HM stendur yfir. Þar ræddi hann Wilshere og líkti honum við tvö stærstu nöfnin í fótboltanum í dag.

„Jack Wilshere er leikstjórnandi. Hann er svolítið eins og Messi, þannig týpa. Hann fær mig líka til að hugsa um Mbappe, ég spilaði honum þegar hann var 17 ára vegna þess að hann hafði einstaka hæfileika," sagði Wenger um Wilshere.

„Því miður hafa meiðsli hrjáð hann mikið en ég tel að hann sé kominn yfir þau núna. Hann er magnaður leikmaður, hann getur komist fram hjá mönnum, hann getur átt lokasendinguna, hann er með frábæran fótboltaheila."

„Hann er líka frábær náungi, þú þarft að vera sterkur andlega til að ganga í gegnum það sem hann hefur gengið í gegnum. Hann getur tekið við pressu, trúið mér."

Wilshere er 26 ára og athyglisvert verður að sjá hvernig honum gengur hjá honum hjá West Ham á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner