Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. ágúst 2018 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Mögnuð endurkoma Leiknis - Ekkert toppbaráttulið vann
Alonso Sanchez og Þórður Gunnar Hafþórsson berjast um boltann í leik Aftureldingar og Vestra í dag.
Alonso Sanchez og Þórður Gunnar Hafþórsson berjast um boltann í leik Aftureldingar og Vestra í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Fáskrúðsfirði kom með magnaða endurkomu.
Leiknir Fáskrúðsfirði kom með magnaða endurkomu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og vel hefur verið fjallað um er toppbaráttan í 2. deild karla gríðarlega hörð og nánast er hægt að fullyrða að hún sé öðruvísi en flest sem sést hefur áður þar sem sjö lið eru að berjast um að komast upp í Inkasso-deildina.

Það voru þrír leikir í deildinni í dag og ekkert af þessum sex toppbaráttuliðum vann sinn leik. Fjögur af toppbaráttuliðunum sex voru að spila.

Tvö af þeim mættust í Mosfellsbæ, Afturelding og Vestri. Afturelding byrjaði mjög vel en gengi liðsins hefur dalað mjög. Á meðan hefur Vestri verið að spila feykivel upp á síðkastið.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en það voru engin mörk skoruð í leiknum. Niðurstaðan markalaust jafntefli.

Vestri var á toppnum fyrir leikinn en þessi úrslit gáfu Völsungi og Gróttu tækifæri til að hirða toppsætið. Gróttu tókst hins vegar á einhvern ótrúlegan hátt að tapa gegn Leikni Fáskrúðsfirði. Grótta komst 1-0 yfir á 70. mínútu en Leiknir vann leikinn með því að skora tvö mörk í uppbótartímanum.

Hreint út sagt ótrúlegt en á Húsavík var niðurstaðan 1-1 jafntefli á milli Völsungs og Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð komst yfir í upphafi seinni hálfleiks en Völsungur jafnaði fljótlega.

Afturelding 0 - 0 Vestri
Lestu nánar um leikinn

Leiknir F. 2 - 1 Grótta
0-1 Óliver Dagur Thorlacius ('70, víti)
1-1 Mykolas Krasnovskis ('90)
2-1 Mykolas Krasnovskis ('94)

Völsungur 1 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Páll Hróar Helgason ('55)
1-1 Elvar Baldvinsson ('64)

Hvað þýða þessi úrslit?
Vestri, Völsungur og Kári eru með 28 stig á toppnum. Afturelding og Grótta eru með 27 stig, en svo kemur Fjarðabyggð með 25 stig. Þróttur Vogum er með 22 stig.

Huginn er á botninum með sex stig, Tindastóll er í 11. sæti með 11 stig, Höttur er mð 14 stig og Leiknir F. með 15 stig. Víðir er í áttunda sæti með 16 stig.

Það eru 15 umferðir búnar í deildinni.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner