Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. ágúst 2018 13:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn ekki valinn í fyrsta leikmannhóp tímabilsins
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er ekki í leikmannahópi Nantes sem mætir Mónakó í 1. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.

Kolbeinn kom við sögu í tveimur leikjum undir lok síðasta tímabils eftir að hafa spilað lítið sem ekki neitt í tæp tvö ár.

Kolbeinn vonaðist til þess að vera valinn í landsliðshópinn fyrir HM, en hann var ekki valinn í hópinn. Heimir Hallgrímsson, þáverandi landsliðsþjálfari, talaði um það að valið væri „of snemmt" fyrir Kolbein.

Franska úrvalsdeildin byrjar í dag og fær Kolbeinn ekki að spila. Majeed War­is, Kalifa Couli­ba­ly og Emiliano Sala eru valdir fram yfir Kolbein í hóp Miguel Cardoso, sem tók við Nantes af Claudio Ranieri í sumar.

Það er spurning hvort þetta þýði að ekki sé pláss fyrir Kolbein í leikmannahópi Nantes á tímabilinu. Félagaskiptaglugginn lokar í Frakklandi um mánaðarmótin. Gæti Kolbeinn skipt um lið áður en glugginn lokar?

Næsta landsliðsverkefni Íslands, fyrsta verkefni Erik Hamren sem landsliðsþjálfara er í september, þegar Ísland mætir Sviss ytra og Belgíu heima í Þjóðadeildinni. Kolbeinn spilaði síðast landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Frakklandi á EM 2016.



Athugasemdir
banner
banner
banner