Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   lau 11. ágúst 2018 11:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pogba var skrímsli" - Langaði að setja Martial inn á
Paul Pogba spilaði 84 mínútur í gær og var einn af bestu mönnum vallarins.
Paul Pogba spilaði 84 mínútur í gær og var einn af bestu mönnum vallarins.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial og Andreas Pereira.
Anthony Martial og Andreas Pereira.
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira í leiknum í gær. Hann var virkilega góður.
Andreas Pereira í leiknum í gær. Hann var virkilega góður.
Mynd: Getty Images
Shaw kom Man Utd í 2-0 með sínu fyrsta marki á atvinnumannaferlinum.
Shaw kom Man Utd í 2-0 með sínu fyrsta marki á atvinnumannaferlinum.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba var aðeins búinn að æfa frá því á mánudag en hann kom beint inn í byrjunarlið Manchester United í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Leiester, í gær - föstudag.

Pogba var með fyrirliðabandið og skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum á þriðju mínútu. Pogba spilaði 84 mínútur í leiknum sem er virðingavert miðað við í hversu stuttan tíma hann hafði æft. Pogba varð Heimsmeistari með Frakklandi í sumar og fór í sumarfrí eftir að mótinu lauk.

„Pogba var skrímsli," sagði Jose Mourinho, stjóri Man Utd við blaðamenn eftir leikinn. „Við héldum að hann myndi í mesta lagi spila 60 mínútu, en hann spilaði meira en 80."

„Það var ekki erfið ákvörðun að byrja með Pogba, það var undir honum komið. Ander Herrera var meiddur og ég hafði bara tvo möguleika, Pogba eða Scott McTominay. Ef ég hefði spilað Scott, þá hefði ég verið með tvo krakka (Andreas Pereira og McTominay) og nýjan leikmann (Fred) á miðjunni. Svo ég spurði Paul. Hann gerði þetta fyrir liðið og var mjög, mjög góður."

Í enskum fjölmiðlum upp á síðkastið hefur verið fjallað um slæmt samband Mourinho og Pogba og að franski landsliðsmaðurinn vilji fara. Það er því gleðiefni fyrir stuðningsmenn að heyra þetta frá Mourinho.

Vildi spila Martial - Hrósaði Shaw og Pereira
Mourinho talaði líka um leikmenn eins og Andreas Pereira, Luke Shaw og Anthony Martial eftir leikinn.

Luke Shaw skoraði sitt fyrsta mark á atvinnumannaferlinum þegar hann kom Man Utd í 2-1. Shaw hefur átt mjög erfitt með að finna stöðugleika síðan hann kom til Man Utd. Verður þetta loksins tímabilið þar sem það gerist fyrir hann?

„Ef við gleymum markinu, þá var frammistaðan nánast fullkomin hjá honum," sagði Mourinho um Shaw. „Ég er mjög ánægður með hann, hann gerði ein mistök á 90 mínútum. Hann var mjög góður varnarlega og var mjög góður á undirbúningstímabilinu."

Anthony Martial er búinn að vera mikið í umræðunni á þessu undirbúningstímabilinu. Hann vill fara frá félaginu, en hann virðist ekki ætla að fá ósk sína uppfyllta. Martial fór frá hópnum á undirbúningstímabilinu til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. Hann kom ekki til baka á réttum tíma við mikla óánægju hjá Mourinho.

Mourinho hefði þó viljað setja Martial inn á í gær.

„Þetta var leikur þar sem við þurftum sex breytingar, ekki þrjár. Ég vildi spila Martial og setja hann inn á fyrir Juan Mata eða Alexis Sanchez. En ég gat það ekki."

„Ég viss að Paul gat ekki spilað 90 mínútur, sama með Fred. Ég þurfti fleiri skiptingar."

„Í seinni hálfleiknum voru Andreas Pereira og Fred á gulu spjaldi. Bensínið var að klárast hjá Paul svo við vorum í vandræðum. Ég þurfi á Fellaini og McTominay að halda til þess að gefa miðjunni jafnvægi."

„Á sama tíma vildi ég styrkja sóknarleikinn, ef ég hefði sett Martial inn á fyrir síðustu 20 mínúturnar þá hefðum við skorað fleiri mörk, en ég gat ekki gert þá skiptingu."

Andreas Pereira er leikmaður sem stuðningsmenn Manchester United hafa ekki séð mikið af. Hann hefur verið hjá United frá 2011 en verið mikið í burtu á láni. Þegar hann hefur verið á láni þá hefur hann spilað sem kantmaður eða sem fremstur á miðju. Mourinho kýs frekar að spila honum sem djúpum á miðju og leit hann feyknavel út þar í leiknum í gær. Pereira er 22 ára.

„Ég vil ekki fara héðan án þess að segja nokkur orð um Andreas Pereira," sagði Mourinho áður en hann kláraði blaðamannafundinn.

„Hann var á bekknum eða sem hægri kantmaður hjá Valencia og kemur á Old Trafford og spilar sem djúpur á miðju. Hann spilaði ótrúlega vel."

Man Utd mætir Brighton um næstu helgi og þá verður fróðlegt að sjá hvort leikmenn eins og Shaw og Pereira spili áfram, og hvort Anthony Martial fái tækifæri.

Sjá einnig:
Mourinho um Leicester: Þeir eyddu meira en við
Shaw: Besta tilfinningin á öllum ferlinum
Athugasemdir
banner
banner