Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. ágúst 2019 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Belgía: Fyrsta stigið í hús hjá Stefáni og Kolbeini
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lommel heimsótti fyrrum Íslendingafélag Lokeren í belgísku B-deildinni í dag. Ari Freyr Skúlason lék með Lokeren í fyrra er liðið féll úr belgísku úrvalsdeildinni.

Lommel er nú orðið Íslendingalið. Stefán Gíslason þjálfar liðið og leikur Kolbeinn Þórðarson með því.

Kolbeinn, sem lék með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni fyrr í sumar, kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum í dag.

Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn með markalausu jafntefli.

Þetta er fyrsta stig Lommel í deildinni á þessu tímabili, en það eru aðeins tvær umferðir búnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner