Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. ágúst 2019 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Kristján lagði upp tvö fyrir íslenska liðsfélaga
Davíð Kristján Ólafsson.
Davíð Kristján Ólafsson.
Mynd: Álasund
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Álasund vann 3-1 sigur á Strømmen í norsku B-deildinni í dag og styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar.

Eftir erfiða byrjun hjá Álasundi sem einkenndist mikið af meiðslum er Davíð Kristján Ólafsson að komast á gott ról. Hann lagði upp tvö mörk, fyrir Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson.

Davíð Kristján, Daníel Leó, Hólmbert Aron og Aron Elís Þrándarson spiluðu allir 90 mínútur fyrir Álasund sem er á toppi deildarinnar með sjö stiga forskot á Sandefjord.

Í norsku úrvalsdeildinni lagði Samúel Kári Friðjónsson upp mark fyrir Viking í 2-1 tapi gegn Bodø/Glimt. Samúel Kári lék allan leikinn, en Oliver Sigurjónsson var ekki í hóp hjá Bodø/Glimt, sem er í öðru sæti. Viking er í níunda sæti.

Þá spilaði Matthías Vilhjálmsson allan leiktímann í svekkjandi 3-2 tapi Valerenga gegn Stromsgodset. Valerenga er í sjötta sæti, en Stromsgodset er á botni deildarinnar.

Svíþjóð og Danmörk: Aron lagði upp og Hjörtur fékk rautt
Aron Jóhannsson var í byrjunarliði Hammarby og hann lagði upp mark í 2-1 sigri gegn Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Daníel Hafsteinsson var ekki í leikmannahópi Helsingborg.

Hammarby er í fjórða sæti með 35 stig og er Helsingborg í 11. sætinu.

Guðmundur Þórarinsson spilaði allan leikinn í 2-0 sigri Norrköping á Elfsborg. Norrköping er í sjöunda sæti.

Í B-deildinni í Svíþjóð eru lærisveinar Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings R. og Breðabliks, á toppnum eftir 2-1 útisigur á GAIS.

Í Danmörku unnu Íslendingaliðin Bröndby og Midtjylland. Mikael Anderson lék allan leikinn í 2-0 sigri Midtjylland á Horsens og Hjörtur Hermannsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins í 2-0 sigri Bröndby á Hobro.

Bröndby er í þriðja sæti með 10 stig og Midtjylland er í öðru sæti með 15 stig.

Sjá einnig:
Svíþjóð: AIK heldur í við erkifjendurna - Bjarni Mark lagði upp í sigri
Athugasemdir
banner
banner
banner