sun 11. ágúst 2019 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd burstaði Chelsea á Old Trafford
Lokatölur 4-0.
Lokatölur 4-0.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: Getty Images
Pogba var mjög öflugur í seinni hálfleik.
Pogba var mjög öflugur í seinni hálfleik.
Mynd: Getty Images
Þessi fékk draumabyrjun.
Þessi fékk draumabyrjun.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 4 - 0 Chelsea
1-0 Marcus Rashford ('18 , víti)
2-0 Anthony Martial ('65 )
3-0 Marcus Rashford ('67 )
4-0 Daniel James ('81 )

Ole er við stýrið og Manchester United byrjar af krafti í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. United tók á móti lærisveinum Frank Lampard í Chelsea á Old Trafford í dag. Þetta var síðasti leikur 1. umferðar deildarinnar.

Chelsea byrjaði leikinn betur og það var mikil áræðni í þeim bláklæddu. United náði lítið að halda boltanum út af pressu Chelsea. En á 18. mínútu féll Marcus Rashford í teignum eftir tæklingu Kurt Zouma. Anthony Taylor, dómari leiksins, gerði mjög vel í aðdragandanum, hann leyfði leiknum að fljóta þó United hefði átt að fá aukaspyrnu.

Eins og í París á síðasta tímabili þá steig Rashford á punktinn og skoraði af miklu öryggi, staðan 1-0 fyrir United.

Þegar leið á fyrri hálfleikinn fór Chelsea að leita mikið að jöfnunarmarkinu. David de Gea og tréverkið komu í veg fyrir það. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Á 65. mínútu kom annað mark United og í þetta skiptið var það Anthony Martial sem skoraði. Martial er kominn aftur í treyju númer 9 og þá líður honum vel. Hann skoraði eftir góða fyrirgjöf Andreas Pereira.

Stuttu síðar átti Paul Pogba magnaða sendingu inn fyrir vörn Chelsea og Rashford elti og kláraði vel. Staðan 3-0, leikur búinn.

Daniel James, leikmaður sem var keyptur frá Swansea, kom inn á sem varamaður og hann skoraði fjórða mark Man Utd á 81. mínútu. Hann fagnaði af mikilli innlifun og alveg á tandurhreinu að þetta skipti hann miklu máli. Pogba átti stoðsendingu á James. Góður dagur á skrifstofunni hjá franska landsliðsmanninum.

Lokatölur 4-0 fyrir Manchester United og mikil gleði á Old Trafford. Stjóratíð Frank Lampard hjá Chelsea fer ekki vel af stað.

Sjá einnig:
England: Aubameyang sá um Newcastle - VAR hafði áhrif í Leicester
Athugasemdir
banner
banner
banner