Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 11. ágúst 2019 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Giggs um Pogba: Sparkið í hann á æfingum
Ryan Giggs vill að menn sparki í Pogba á æfingum
Ryan Giggs vill að menn sparki í Pogba á æfingum
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Paul Pogba hjá Manchester United en hann vill komast burt frá félaginu.

Pogba kom aftur til Manchester United frá Juventus árið 2016 fyrir 89 milljónir punda og hefur verið lykilmaður í liðinu en hann vill komast frá félaginu.

Ryan Giggs, fyrrum leikmaður og stjóri félagsins, segir að það þurfi að taka hart á málunum og að það ætti að sparka í hann á æfingum eins og gert var við Cristiano Ronaldo er hann vildi komast frá United árið 2008.

„Sparkið í hann á æfingum en mér sýnist það ekki gerast lengur í fótboltanum. Þetta er að hverfa úr leiknum. Ég er ekki að segja að það eigi að sparka í alla en þannig varð Ronaldo betri," sagði Giggs.

„Scholesy sparkaði í Ronaldo ef hann tók of margar snertingar og skyndilega fattaði Ronaldo að ef hann heldur áfram að taka of margar snertingar þá verður hann sparkaður niður."

„Ég sá viðtal við Vincent Kompany í lok tímabilsins og hann er svolítið af gamla skólanum. Hann var spurður út í vikuna fyrir lokaleikinn gegn Brighton og hann sagði að stundum þurfti hann að sparka í leikmenn og ég held að það sé eitthvað sem mun vanta hjá City í ár."

„Sumir stuðningsmenn segja að við eigum að leyfa Pogba að fara en ef félagið losar sig við leikmenn og geta ekki fengið gæði inn í staðinn þá verður þetta erfitt tímabil. Ronaldo sagðist vilja fara og tók eitt ár í viðbót en hvort það verði þannig núna veit ég ekki,"
sagði Giggs ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner