Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. ágúst 2019 14:26
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Albert kom við sögu í sigri
Albert Guðmundsson fékk rúmar tíu mínútur í dag
Albert Guðmundsson fékk rúmar tíu mínútur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilaði í 2-0 sigri AZ Alkmaar á RKC Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Albert byrjaði leikinn á bekknum en bæði mörk leiksins gerði Oussama Idrissi. Myron Boadu lagði upp bæði mörkin en þeir tveir eru farnir að þekkja vel inná hvorn annan. Jurien Gaari fékk að líta rauða spjaldið í liði Waalwijk á 53. mínútu og reyndist það liðinu erfitt.



Albert kom þá inná sem varamaður á 79. mínútu leiksins en lokatölur urðu 2-0 fyrir AZ sem er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga og ekki fengið á sig mark.

Góðar fréttir fyrir AZ sem fékk þó slæmar fréttir í gær er þakið á AFAS-leikvanginum hrundi yfir stúkuna. Það mun taka sinn tíma að laga hana en verið er að rannsaka bygginguna til að koma í veg fyrir að þetta gerist en sterkir vindar voru yfir Alkmaar í gær.
Athugasemdir
banner
banner