Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. ágúst 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hourihane: Man alltaf eftir þessu tísti
Mynd: Getty Images
Írski miðjumaðurinn Conor Hourihane lék í gær sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið allan sinn feril í neðri deildum Englands, frá D-deildinni í Championship-deildina.

Hourihane er 28 ára gamall og harkið hefur því verið mikið. Í janúar 2017 var hann keyptur til Aston Villa frá Barnsley.

Hann hefur reynst Aston Villa góður síðustu tvær leiktíðir og var hann í gær verðlaunaður með sínum fyrsta leik í deild þeirra bestu.

Hann spilaði í 2-1 tapi gegn Tottenham, en með því að spila þennan leik náði hann að láta einn stuðningsmann Aston Villa éta orð sín frá árinu 2014.

Árið 2014 lék Hourihane með Plymouth í ensku C-deildinni. Aston Villa stuðningsmaður að nafni Craig Taylor efaðist þá um drauma Hourihane, að hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni einn daginn. Svo fór að Hourihane spilaði í ensku úrvalsdeildinni, með uppáhalds félagi Craig - Aston Villa.

„Þú ert besti leikmaður Plymouth, en enska úrvalsdeildin? Það er eitt að vera metnaðarfullur og annað að vera raunsær," skrifaði Craig.

„Eitthvað sem ég get unnið að á hverjum degi. Má maður ekki hafa drauma?" skrifaði Hourihane á móti.

Þá sagði Craig: „Auðvitað drengur. Mér finnst þú góður leikmaður en ég er bara hreinskilinn. Það er líka takmarkað hversu langt ég get náð í minni vinnu."

Þessi orð áttu eftir að koma í bakið á Craig. Hourihane var greinilega ekki búinn að gleyma þessu því hann vakti athygli á þessu eftir leikinn í gær.

Það er alltaf gott að eiga drauma!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner