Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 11. ágúst 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus þarf að losa sig við sex leikmenn - Dybala á förum?
Paulo Dybala gæti verið á förum
Paulo Dybala gæti verið á förum
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, þjálfari Juventus, ræddi um Paulo Dybala á blaðamannafundi í gær en hann viðurkennir að félagið þarf að selja leikmenn áður en glugginn lokar.

Juventus var í viðræðum við Manchester United um að skipta á þeim Paulo Dybala og Romelu Lukaku en Dybala hafnaði því að fara þangað.

Tottenham reyndi að fá Dybala svo undir lok gluggans en félagið náði ekki samningum við hann og varð því ekkert úr því.

Juventus þarf að losa sig við leikmenn áður en glugginn lokar á Ítalíu og er það ekki í höndum Sarri.

„Ég get rætt við hann en markaðurinn fer í ákveðna átt og það skiptir ekki miklu máli hvað ég segi. Við verðum að láta sex leikmenn fara og það fer allt eftir markaðnum," sagði Sarri.

„Ég væri til í að halda öllum leikmönnunum en vandamálið er það að við erum bara með einn leikmann sem er uppalinn hjá félaginu og hópurinn fyrir Meistaradeildina eru 22 útileikmenn og 3 markverðir og því gætum við þurft að taka ákvarðanir sem okkur líst ekkert alltof vel á," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner