Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. ágúst 2019 15:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kasakstan: Rúnar skoraði í mikilvægum sigri
Rúnar Már í leik með landsliðinum. Með honum á myndinni er Eden Hazard.
Rúnar Már í leik með landsliðinum. Með honum á myndinni er Eden Hazard.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum með Astana í Kasakstan í dag.

Astana heimsótti neðsta lið deildarinnar, Aktobe, og var Astana ekki lengi að komast yfir. Þeir náðu forystunni eftir átta mínútur og var staðan 1-0 í hálfleik.

Rúnar kom Astana í 2-0 á 53. mínútu. Hans annað mark í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Aktobe brást vel við marki Rúnars og náði að jafna metin með því skora fyrst á 56. og síðan á 83. mínútu.

Sem betur fer fyrir Astana þá náði liðið að koma inn sigurmarki á 86. mínútu og þar með forðast óheppilegt jafntefli.

Mikilvægur sigur fyrir Astana sem er í öðru sæti, einu stigi frá toppliði Tobol.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner