sun 11. ágúst 2019 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Þetta var ekki 4-0 leikur
Mynd: Getty Images
„Við gerðum fjögur mistök og þeir refsuðu með mörkum. Við verðum gagnrýna okkur sjálfa fyrir það," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir 4-0 tap gegn Manchester United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Lampard er goðsögn hjá Chelsea sem leikmaður, en hann var að stýra liðinu í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni.

„Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleiknum, en við tókum nokkrar slakar ákvarðanir. Við hefðum átt að vera yfir í hálfleik."

„Þeir eru með hraða í sínu liði og ef þú missir boltann og leyfir þeim að hlaupa á bak við þig, þá geta þeir refsað þér. Okkur leið vel í fyrri hálfleiknum. Við getum lært af þessu. Þú getur ekki gert mistök á þessu stigi. En ef þú lítur á leikinn, þá er þetta ekki 4-0 leikur."

„Það vantaði landsliðsmenn og mikilvæga menn í okkar lið, en ég vil ekki að það sé afsökun."
Athugasemdir
banner
banner
banner