Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. ágúst 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Olsen á leið til Montpellier
Robin Olsen
Robin Olsen
Mynd: Getty Images
Franska félagið Montpellier er að ganga frá lánssamningi við Roma um sænska markvörðinn Robin Olsen.

Roma keypti Olsen frá FCK á 9 milljónir evra síðasta sumar en hann missti sæti sitt til Antonio Mirante undir lok síðasta tímabils.

Samkvæmt Sky Italia þá er Olsen á leið til Montpellier á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann fyrir 8,2 milljónir evra.

Olsen á eftir að semja um kaup og kjör við Montpellier en búist er við að það verði gengið frá samningum á næstu dögum.

Olsen spilaði 35 leiki fyrir Roma og hélt hreinu í 7 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner